Óskar Hrafn orðaður við þjálfarastöðu AGF Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 12:46 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson er meðal þeirra sem er orðaður við þjálfarastöðu Íslendingaliðs AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
AGF frá Árósum rétt bjargaði sér fyrir horn á nýafstaðinni leiktíð en liðið var um tíma í bullandi fallbaráttu. David Nielsen, þjálfari liðsins, hefur gefið út að hann verði ekki áfram með liðið og hefur vefmiðillinn Indkast.dk farið yfir líklega arftaka. Þar á meðal er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, en lærisveinar hans sitja á toppi Bestu deildar karla með fullt hús stiga og þá er liðið komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur á Val. Óskar Hrafn er eini Íslendingurinn á listanum en tveir íslenskir landsliðsmenn léku með AGF í vetur. Jón Dagur Þorsteinsson er reyndar á förum en Mikael Neville Andersson verður að öllum líkindum áfram með AGF á næstu leiktíð. Ásamt Óskari Hrafni eru nokkur stór nöfn á listanum. Ståle Solbakken, fyrrum þjálfari FC Kaupmannahafnar, Köln í Þýskalandi, Úlfanna í Englandi og núverandi þjálfari norska landsliðsins er á listanum. Jimmy Thelin – þjálfari Hákons Rafns Valdimarssonar og Sveins Andra Guðjohnsen hjá Elfsborg í Svíþjóð – er einnig á listanum ásamt Erling Moe (þjálfara Molde í Noregi), Hjalte Bo Nörregaard (þjálfara U-19 ára liðs FC Kaupmannahafnar) og Poya Asbaghi. Hvort Óskar Hrafn sé tilbúinn að yfirgefa topplið Bestu deildarinnar verður ósagt látið en hann væri nær fjölskyldu sinni ef hann færi til Árósa. Sonur hans, Orri, raðar inn mörkum fyrir unglingalið FC Kaupmannahafnar og þá er dóttir hans, Emelía, á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira