Segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 15:41 Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir segir að gera þurfi greinarmun á hatursorðræðu og öflugri pólitískri umræðu. Vísir Mannréttindalögmaður segir að gera þurfi greinarmun á því hvað teljist öflug pólitísk umræða og hatursorðræða. Stjórnvöldum beri að tryggja frelsi einstaklinga til að taka þátt í pólitískri umræðu. Sóknarpresturinn Davíð Þór Jónsson hefur undanfarna daga verið sakaður um að ala á hatursorðræðu af flokksmönnum Vinstri grænna eftir að hann gagnrýndi aðkomu flokksins að fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttafólks. Það hafa til dæmis Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG og Anna Lísa Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks VG gert í vikunni. Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir mannréttindalögmaður segir að túlka þurfi hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkist til öflugrar pólitískrar umræðu og hatursorðræðu. „Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess fallin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja,“ segir Herdís. Tjáningarfrelsi nái líka yfir upplýsingar sem móðgi, misbjóði og hneyksli Hún segir slíka hatursorðræðu ekki njóta verndar tjáningarfrelsis en mörk þess frelsis í pólitískri umræðu séu hins vegar mjög víð. „Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Herdís. Hún segir vernd tjáningarfrelsis ekki eingöngu ná til upplýsinga og skoðana sem njóti velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðgi, misbjóði og hneyksli fólk þar sem lýðræðið byggi á víðsýni og umburðarlyndi og því að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. „Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar,“ segir Herdís. „Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni fyrir störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík.“ Stjórnmálamenn þurfi að þola harkalega gagnrýni Hún segir varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og þannig fæla það frá þátttöku í pólitískri umræðu. „Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu - en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð,“ segir Herdís. Hún rifjar upp að Þorgeir Þorgeirson rithöfundur hafi fyrir nokkrum áratugum hlotið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn „óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir,“ segir Herdís. „Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.“ Hún segir að stjórnmálamenn og aðrir þurfi að þola harða gagnrýni á störf sín. „Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Sóknarpresturinn Davíð Þór Jónsson hefur undanfarna daga verið sakaður um að ala á hatursorðræðu af flokksmönnum Vinstri grænna eftir að hann gagnrýndi aðkomu flokksins að fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum á þriðja hundrað hælisleitenda og flóttafólks. Það hafa til dæmis Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG og Anna Lísa Björnsdóttir framkvæmdastjóri þingflokks VG gert í vikunni. Doktor Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir mannréttindalögmaður segir að túlka þurfi hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkist til öflugrar pólitískrar umræðu og hatursorðræðu. „Hatursorðræða er tilfinningaþrungið hugtak og ekki til almenn, viðtekin skilgreining á því í alþjóðalögum. Það verður að túlka hugtakið hatursorðræðu mjög þröngt og gera greinarmun á því hvað flokkast undir öfluga pólitíska umræðu og hatursorðræðu, sem er til þess fallin að leiða til ofbeldis gagnvart þeim sem hún beinist að, oft jaðarsettum hópum sem eiga undir högg að sækja,“ segir Herdís. Tjáningarfrelsi nái líka yfir upplýsingar sem móðgi, misbjóði og hneyksli Hún segir slíka hatursorðræðu ekki njóta verndar tjáningarfrelsis en mörk þess frelsis í pólitískri umræðu séu hins vegar mjög víð. „Öflug pólitísk umræða er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist og slík umræða nýtur sérstakrar verndar í þágu lýðræðis og þroska hvers einstaklings. Stjórnvöldum ber að tryggja þetta frelsi og eingöngu setja því skorður með lögum sem þjóna lögmætum markmiðum og brýna nauðsyn ber til í lýðræðislegu samfélagi,“ segir Herdís. Hún segir vernd tjáningarfrelsis ekki eingöngu ná til upplýsinga og skoðana sem njóti velþóknunar heldur einnig til þeirra sem móðgi, misbjóði og hneyksli fólk þar sem lýðræðið byggi á víðsýni og umburðarlyndi og því að margvíslegar skoðanir fái að heyrast. „Tjáningarfrelsið snýst ekki eingöngu um rétt fólks til að tjá sig heldur einnig um rétt almennings til að móttaka alls konar skoðanir og upplýsingar,“ segir Herdís. „Fólk verður að geta tjáð sig um pólitísk málefni án ótta við valdhafa og þeir síðarnefndu verða að þola harðvítuga gagnrýni fyrir störf sín. Pólitíkusar eru útsettir fyrir hatrammar árásir, ekki síst á samfélagsmiðlum. Telji þeir vegið að æru sinni verður að skoða ummælin út frá hagsmunum almennings um opna umræðu um pólitík.“ Stjórnmálamenn þurfi að þola harkalega gagnrýni Hún segir varasamt að ásaka fólk um hatursorðræðu og þannig fæla það frá þátttöku í pólitískri umræðu. „Valdhafar geta lent í vandræðum verði þeir uppvísir að eða ásakaðir um hatursorðræðu - en það kann hins vegar að vera erfitt fyrir þá sem eru við völd að saka umbjóðendur eða almenning um hatursorðræðu í sinn garð,“ segir Herdís. Hún rifjar upp að Þorgeir Þorgeirson rithöfundur hafi fyrir nokkrum áratugum hlotið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi og farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Hann hafði fengið dóm fyrir skrif sín um meint lögregluofbeldi þar sem hann kallaði lögreglumenn „óðar skepnur í einkennisbúningum“, rudda og sadista sem væru að fá útrás fyrir afbrigðilegar hneigðir,“ segir Herdís. „Mannréttindadómstóllinn taldi að íslensk stjórnvöld hefðu brotið á rétti rithöfundarins til tjáningar því sakfellingin hefði verið til þess fallin að fæla frá opinni umræðu um mikilvæg mál sem varða almenning. Þannig þurftu venjulegir lögreglumenn sem áttu enga aðkomu að málinu, sem Þorgeir fjallaði um, að sætta sig við gífuryrði um starfsstétt sína sem margir í dag myndu krefjast að væri flokkað undir hatursorðræðu.“ Hún segir að stjórnmálamenn og aðrir þurfi að þola harða gagnrýni á störf sín. „Stjórnmálamenn, embættismenn, aðrir opinberir starfsmenn, stórfyrirtæki og aðrir sem hafa með ákvörðunum sínum áhrif á almannahag, þurfa að þola harkalega gagnrýni um störf sín í þágu opinnar pólitískrar umræðu.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Vinstri græn Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. 27. maí 2022 09:25
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent