Voru á góðum stað áður en þau opnuðu hjónabandið Elísabet Hanna skrifar 27. maí 2022 21:31 Kjartan og Þórhildur segja sambandið verða að vera á góðum stað til þess að þetta gangi Aðsend. Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson hafa valið sér óhefbundið sambandsform sem kallað er fjölástir. Þau kjósa að vera ekki einkvæn sem þýðir að þau geta átt í tilfinninga- og kynferðislegu sambandi við aðra einstaklinga utan hjónabandsins. Þau Þórhildur og Kjartan voru gestir í 57. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í greininni. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Saman síðan í menntaskóla Í dag eru þau búin að vera gift í níu ár og eiga saman tvo stráka en parið byrjaði saman þegar þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík. Þau segjast strax hafa orðið mikið klessupar, eins og þau orðuðu það. Hún bjó í Keflavík og þurfti að keyra á milli og þá var þá hentugra að gista hjá honum í bænum. Þórhildur og Kjartan byrjuðu saman í menntaskóla.Aðsend. Opnuðu sambandið fyrir fjórum árum Fyrir um fjórum árum síðan tóku þau þá ákvörðun að opna sambandið og eiga þau í dag í fjölástar eða poly-sambandi. Hugmyndin kom frá vinkonu Þórhildar sem var að skoða slíkt form en fram að því höfðu þau aldrei íhugað það sjálf. Þau segja öll pör vera með sína útfærslu á sambandsforminu en sjálf vilja þau hafa sem fæstar reglur. „Því fleiri reglur sem þú ert með, því fleiri reglur er hægt að brjóta. Grundvallar markmiðið með þessu er einmitt að hafa meira frelsi og slaka á þessum reglum og vera ekki að reyna að stjórna aðstæðum,“ segir Þórhildur. „Verkefnið er svolítið að komast yfir óöryggið og læra að lifa með afbrýðiseminni eða óttanum um að manneskjan sé að fara að yfirgefa þig; læra svona að lifa með því frekar,“ segir hún einnig. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Fannst það henta sér að vera ekki einkvæn „Eftir alveg dágóðan umhugsunartíma og allskonar umræður um hitt og þetta vorum við bara sammála um að það meikaði sens, að vera ekki einkvæn,“ segir Kjartan um ákvörðunina. „Við höfðum alveg opið fyrir þann möguleika að þetta myndi ekki henta okkur eða við myndum hætta við,“ segir hann um upphafið og Þórhildur bætir við að þetta hafi verið hálfgerð tilraun. Hún segist hafa lesið sér vel til um fjölástir áður en þau opnuðu sambandið sitt og því hafi þau verið búin að ræða það vel. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Við erum auðvitað bara eins og allir aðrir, alin upp við lögmálið að langtímasambönd eiga að vera einkvænissambönd,“ segir Kjartan. Þau segjast hafa fundið fyrir mikilli forvitni hjá fólkinu í kringum sig og fengu allskonar viðbrögð þegar þau sögðu frá áformunum. „Þetta er mjög áhugavert svona mannfræðilega og samfélagslega, þetta lögmál um að þú ert í langtímasambandi með einni manneskju og þú ert trú henni og þannig sannarðu ást þína og þess vegna er sambandið ykkar einhvers virði,“ segir Kjartan. Hann segir þó að sögulega og þróunarlega séð sé þetta ekki endilega réttasta eðli mannsins. Sundur og saman Kjartan starfar í dag sem læknir og er hann í sérnámi í röntgenlækningum og Þórhildur heldur úti Instagram-reikningnum Sundur & Saman þar sem hún fjallar um sambönd og samskipti. Hún heldur einnig námskeið og hjálpar fólki að bæta sambandið sitt hvort sem það er gert saman eða í sitthvoru lagi. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Engin lausn „Við vorum alveg á rosalega góðum stað og ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að við vorum ekkert sérstaklega hrædd,“ segir Þórhildur um sambandið áður en þau opnuðu það. „Margir verða einhvern veginn svona þreyttir í sambandi til langstíma og áhuginn einhvernveginn dettur niður og vantar svolítið svona spennuna og gleðina og allskonar, sem er bara eðlilegt,“ segir Þórhildur. Hún segir það að vera í opnu sambandi geta opnað á leiðir til þess að vera skapandi og halda í spennu í sambandinu. Hún segir einstaklinga þó þurfa að vera í góðu sambandi þegar opnað sé á það því það sé engin lausn á vandamálum séu þau til staðar: „Það er bara bensín á eldinn.“ Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Kjartan Logi Ágústsson og Þórhildur Magnúsdóttir Tíminn saman betur nýttur Þórhildur á annan kærasta utan hjónabandsins en þeir Kjartan eru ekki tengdir á neinn hátt. Þau segja að það geti þó verið flókið að skipuleggja tímann í kringum fleira en eitt ástarsamband. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Þú ert takmarkaður af hversu mikinn tíma þú hefur,“ segir Kjartan. „Ef einhver tekur sér upp nýtt hobbý og vill vera hlaupandi alla daga eða í golfi, það er bara allskonar hlutir sem toga okkur í allar áttir,“segir Þórhildur. „Þannig að þessu leyti til, skipulags og tímalega, er það ekkert frábrugðið þessu.“ Þau segjast nýta tímann sem þau eiga saman enn betur og nú sé það gæði fram yfir magn og eru þau dugleg að rækta rómantíkina sín á milli. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þau Þórhildur og Kjartan voru gestir í 57. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í greininni. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Saman síðan í menntaskóla Í dag eru þau búin að vera gift í níu ár og eiga saman tvo stráka en parið byrjaði saman þegar þau kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík. Þau segjast strax hafa orðið mikið klessupar, eins og þau orðuðu það. Hún bjó í Keflavík og þurfti að keyra á milli og þá var þá hentugra að gista hjá honum í bænum. Þórhildur og Kjartan byrjuðu saman í menntaskóla.Aðsend. Opnuðu sambandið fyrir fjórum árum Fyrir um fjórum árum síðan tóku þau þá ákvörðun að opna sambandið og eiga þau í dag í fjölástar eða poly-sambandi. Hugmyndin kom frá vinkonu Þórhildar sem var að skoða slíkt form en fram að því höfðu þau aldrei íhugað það sjálf. Þau segja öll pör vera með sína útfærslu á sambandsforminu en sjálf vilja þau hafa sem fæstar reglur. „Því fleiri reglur sem þú ert með, því fleiri reglur er hægt að brjóta. Grundvallar markmiðið með þessu er einmitt að hafa meira frelsi og slaka á þessum reglum og vera ekki að reyna að stjórna aðstæðum,“ segir Þórhildur. „Verkefnið er svolítið að komast yfir óöryggið og læra að lifa með afbrýðiseminni eða óttanum um að manneskjan sé að fara að yfirgefa þig; læra svona að lifa með því frekar,“ segir hún einnig. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Fannst það henta sér að vera ekki einkvæn „Eftir alveg dágóðan umhugsunartíma og allskonar umræður um hitt og þetta vorum við bara sammála um að það meikaði sens, að vera ekki einkvæn,“ segir Kjartan um ákvörðunina. „Við höfðum alveg opið fyrir þann möguleika að þetta myndi ekki henta okkur eða við myndum hætta við,“ segir hann um upphafið og Þórhildur bætir við að þetta hafi verið hálfgerð tilraun. Hún segist hafa lesið sér vel til um fjölástir áður en þau opnuðu sambandið sitt og því hafi þau verið búin að ræða það vel. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Við erum auðvitað bara eins og allir aðrir, alin upp við lögmálið að langtímasambönd eiga að vera einkvænissambönd,“ segir Kjartan. Þau segjast hafa fundið fyrir mikilli forvitni hjá fólkinu í kringum sig og fengu allskonar viðbrögð þegar þau sögðu frá áformunum. „Þetta er mjög áhugavert svona mannfræðilega og samfélagslega, þetta lögmál um að þú ert í langtímasambandi með einni manneskju og þú ert trú henni og þannig sannarðu ást þína og þess vegna er sambandið ykkar einhvers virði,“ segir Kjartan. Hann segir þó að sögulega og þróunarlega séð sé þetta ekki endilega réttasta eðli mannsins. Sundur og saman Kjartan starfar í dag sem læknir og er hann í sérnámi í röntgenlækningum og Þórhildur heldur úti Instagram-reikningnum Sundur & Saman þar sem hún fjallar um sambönd og samskipti. Hún heldur einnig námskeið og hjálpar fólki að bæta sambandið sitt hvort sem það er gert saman eða í sitthvoru lagi. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Engin lausn „Við vorum alveg á rosalega góðum stað og ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að við vorum ekkert sérstaklega hrædd,“ segir Þórhildur um sambandið áður en þau opnuðu það. „Margir verða einhvern veginn svona þreyttir í sambandi til langstíma og áhuginn einhvernveginn dettur niður og vantar svolítið svona spennuna og gleðina og allskonar, sem er bara eðlilegt,“ segir Þórhildur. Hún segir það að vera í opnu sambandi geta opnað á leiðir til þess að vera skapandi og halda í spennu í sambandinu. Hún segir einstaklinga þó þurfa að vera í góðu sambandi þegar opnað sé á það því það sé engin lausn á vandamálum séu þau til staðar: „Það er bara bensín á eldinn.“ Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Kjartan Logi Ágústsson og Þórhildur Magnúsdóttir Tíminn saman betur nýttur Þórhildur á annan kærasta utan hjónabandsins en þeir Kjartan eru ekki tengdir á neinn hátt. Þau segja að það geti þó verið flókið að skipuleggja tímann í kringum fleira en eitt ástarsamband. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Þú ert takmarkaður af hversu mikinn tíma þú hefur,“ segir Kjartan. „Ef einhver tekur sér upp nýtt hobbý og vill vera hlaupandi alla daga eða í golfi, það er bara allskonar hlutir sem toga okkur í allar áttir,“segir Þórhildur. „Þannig að þessu leyti til, skipulags og tímalega, er það ekkert frábrugðið þessu.“ Þau segjast nýta tímann sem þau eiga saman enn betur og nú sé það gæði fram yfir magn og eru þau dugleg að rækta rómantíkina sín á milli. Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13 „Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00 „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. 10. apríl 2022 08:13
„Ég er ekki á leiðinni í neitt samband“ Listahjónin Edda Björg Eyjólfsdóttir og Stefán Magnússon hafa verið gift í tæp tuttugu ár eftir rómantískt bónorð á Ítalíu. Stebbi var samt alls ekki á leiðinni í samband þegar leiðir þeirra lágu upphaflega saman en ástin tók völdin og er mikið um grín og glens hjá parinu. 19. maí 2022 22:00
„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. 1. apríl 2022 22:01