Enn stöðvar inflúensan lið Brynjólfs sem hefur sloppið og fer til Íslands í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 15:00 Brynjólfur Willumsson er í íslenska U21-landsliðshópnum sem spilar þrjá heimaleiki 3.-11. júní. Getty Brynjólfur Willumsson og félagar í norska knattspyrnuliðinu Kristiansund geta ekki mætt Sandefjord á sunnudaginn vegna þess að inflúensa A hefur leikið lið Kristiansund grátt. Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki.
Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira