Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 12:57 Sigurlaug Soffía gagnrýnir orð Jóns Gunnarssonar um að með brottvísunum sé verið að fara að lögum. Hún telur það villandi framsetningu. Samsett Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00
„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent