Metin sem gætu fallið á morgun Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 13:31 Karim Benzema, Carlo Ancelotti og Alisson gætu allir skráð sig á spjöld sögunnar annað kvöld. Getty Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira