Innlent

Mis­steig sig illa á Úlfars­felli

Atli Ísleifsson skrifar
Úr hlíðum Úlfarsfells í gær.
Úr hlíðum Úlfarsfells í gær. Slökkvilið

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær.

Sagt er frá þessu á Facebook-síðu slökkviliðsins. Þar kemur fram að fimm starfsmenn frá tveimur stöðvum slökkviliðs hafi farið í verkefnið og hafi tekið rétt rúman klukkutíma að koma konunni niður.

Ennfremur segir frá því að á síðasta sólarhring hafi dælubílar farið í fjögur verkefni. Þau hafi verið fjölbreytt en helst sé að nefna tilkynningu um eld í kjallaraíbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Miklubraut sem sagt var frá í gær.

Segir að dökkur reykur hafi borist frá íbúð og húsi, en búið var að rýma húsnæðið þegar starfsmenn slökkviliðs komu á vettvang. Þá segir að greiðlega hafi gengið að slökka eldinn, en töluverðar skemmdir hafi orðið á húsnæðinu.


Tengdar fréttir

Fimm á slysa­deild eftir að eldur kom upp

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×