Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:01 Zlatan lagði mikið á sig til að standa við loforð sitt. AP Photo/Antonio Calanni Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar. Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn. Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira