Lið 6. umferðar í Bestu-deild kvenna | Sandra besti leikmaðurinn Atli Arason skrifar 25. maí 2022 19:31 Það fór ekkert framhjá Söndru Sigurðardóttur, markverði Vals. Vísir/Diego Bestu mörkin völdu úrvalslið sjöttu umferðarinnar í Bestu deildinni en leikkerfið 4-3-3 varð fyrir valinu. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er leikmaður umferðarinnar. Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport Besta deild kvenna Valur Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira
Sandra átti frábæran leik í marki Vals í 0-1 útisigri liðsins gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Sandra átti nokkrar frábærar markvörslur og varði m.a. vítaspyrnu Melina Ayres á 82. mínútu sem gulltryggði sigur toppliðsins á Breiðablik. Liðsfélagar Söndru hjá Val, Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru í varnarlínunni en báðar áttu þær stóran þátt í að loka á sóknarleik Breiðabliks. Arna skoraði sigurmark leiksins. Sóley María Steinarsdóttir, leikmaður Þróttar, er við hlið Örnu í miðverðinum. Sóley átti öflugan leik þegar Þróttur vann 1-2 sigur á Keflavík í Keflavík. Sigur Þróttar fleytti þeim tímabundið í efsta sæti deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er svo í vinstri bakverði en Sædís lagði upp eitt af mörkum Stjörnunnar í 3-2 sigri á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir, liðsfélagi Sædísar hjá Stjörnunni er einnig í úrvalsliði 6. umferðar en Jasmín skoraði flott mark í sigri Stjörnunnar á Selfossi. Jasmín er á miðri miðjunni í úrvalsliðinu. Ameera Abdella Hussen er með Jasmín á miðjunni en Ameera spilaði allan leikinn í ótrúlegum 5-4 endurkomu sigri ÍBV gegn Þór/KA. Ameera var öflug á miðjunni og átti þátt í sigurmarki ÍBV á 91. mínútu. Raesamee Phonsongkham fullkomnar svo miðsvæðið í úrvalsliðinu en Raesaemee var illviðráðanleg í liði KR sem vann sinn fyrsta sigur í sumar með 1-0 sigri á Aftureldingu. Olga Secova, leikmaður ÍBV, er á hægri vængnum í liði umferðarinnar en Olga skoraði eitt og lagði upp annað í 5-4 sigrinum á Þór/KA. Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er á vinstri væng. Sandra skoraði tvö mörk á 20 mínútum fyrir Þór/KA í tapinu gegn ÍBV. Murphy Agnew er svo á toppnum í liði 6. umferðar. Murphy ógnaði stöðugt með snerpu sinni í dramatíska 1-2 sigri Þróttar gegn Keflavík. Murphy skoraði fyrsta mark Þróttar í leiknum. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er þjálfari umferðarinnar. Lið 6. umferðarinnar.Stöð 2 Sport
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Leik lokið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur hetja Preston Í beinni: Villarreal - Real Madrid | Meistararnir geta farið á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Sjá meira