Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 14:13 Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sjást hér við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir leik á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty/David Ramo Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira