Sagður áreita fótboltakonur kynferðislega en ekki refsað af FIFA Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 17:01 Siðanefnd FIFA rannsakaði mál Diego Guacci en mun ekki refsa honum. Getty/David Ramos Fifpro, alþjóða leikmannasamtökin, hafa gagnrýnt þá niðurstöðu siðanefndar FIFA að sleppa þjálfaranum Diego Guacci við refsingu. Guacci, sem starfað hefur með unglingsstelpum, var meðal annars sakaður um að senda leikmanni óumbeðið klámefni og biðja um myndir í staðinn. Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“ Fótbolti FIFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“
Fótbolti FIFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira