Lewis Hamilton sagði frá því þegar hann vann kappakstur með annarri hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Lewis Hamilton undirbýr sig fyrir spænska kappaksturinn um helgina. AP/Manu Fernandez Formúlukappinn Lewis Hamilton hefur átt magnaðan feril en hann hefur líka þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika til að ná svona langt. Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira