Íslendingar bera af í Eurovision-glápi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:43 Sigurvegari keppninnar í ár var úkraínska sveitin Kalush Orchestra með lagið Stefania. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði. Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni. Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Í tilkynningu EBU segir að 161 milljón manna hafi horft á keppnina. Það er umtalsvert lægra en á síðasta ári, en skýringin er meðal annars sögð vera sú að áhorf var hvorki mælt í Úkraínu né Rússlandi. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á þessu ári, en EBU tók ákvörðun um að meina Rússum þátttöku í keppninni. Á síðasta ári horfðu 29 milljónir manna á keppnina í þessum tveimur löndum, þegar 183 milljónir horfði á keppnina á heimsvísu. Ef þessi tvö lönd eru talin frá tölum síðasta árs verða tölurnar að einhverju leyti samanburðarhæfar, að sögn EBU, og sést þá að sjö milljónum fleiri horfðu á keppnina í ár. Norðurlöndin óð í Eurovision Þó Íslendingar leiði áhorf á Eurovision á heimsvísu voru alls 13 „markaðir“, eins og EBU kallar það, þar sem áhorf fór yfir 50 prósent. Á eftir Íslendingum koma Noregur með 89,1 prósent, Svíþjóð með 81,4 prósent og Finnland með 72,1 prósent. Því er ljóst að Eurovision-áhuginn er hvað mestur meðal Norðurlandaþjóða. Aðrir markaðir þar sem áhorfið fór yfir 50 prósent voru Armenía, Flæmingjaland, Danmörk, Eistland, Grikkland, Lettland, Holland, Spánn og Bretland. Þá hreykja forsvarsmenn keppninnar sér af miklum árangri á samfélagsmiðlum. Fyrir keppnina í ár, sem haldin var í Tórínó á Ítalíu, gerðu EBU og samfélagsmiðilsins TikTok með sér samstarfssamning. Opinber reikningur keppninnar fékk 189 milljónir áhorfa á myndbönd sín á miðlinum og öllum þremur keppniskvöldum Eurovision, undanúrslitunum tveimur og úrslitakvöldinu, var streymt á miðlinum. Þar horfðu 3,3 milljónir á úrslitakvöldið, en í heildina horfðu 5,1 milljón TikTok-notenda á keppniskvöldin þrjú. Hér má lesa nánar um hinar ýmsu áhorfstölur tengdar keppninni.
Eurovision Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira