„Gunnar Smári eða Ingó Veðurguð?“ er Bjarni spurður af Þórarni Hjartarsyni stjórnanda hlaðvarpsins Einnar pælingar í viðtali sem birtist í vikunni.
Bjarni svarar: „Æ, ég myndi vilja Ingó Veðurguð. Ég myndi biðja hann um að taka gítarinn og bara, þú veist, að reyna að hafa góða kvöldstund með Gunnari Smára, ég held að það sé fyrirfram dauðadæmt.“

Fjallað var um svör Bjarna við spurningu Þórarins Hjartarsonar þáttastjórnanda í Íslandi í dag. Svarið má sjá á áttundu mínútu í innslaginu hér að ofan en heildarviðtalið við Bjarna er einnig að finna á YouTube-rás hlaðvarpsins hér að neðan.
Eins og því var lýst í Íslandi í dag hefur Bjarni Benediktsson í gegnum tíðina tekist mjög harkalega á við Gunnar Smára Egilsson. Gunnar Smári hefur aldrei sparað stóru orðin þegar kemur að Bjarna, hann er þjófur, hann er mafíósi, hann er spilltur, hann er óvinsæll, og þar fram eftir götum. Maður hefði haldið að Bjarna væri alveg sama um þessar svívirðingar, þetta er greinilega ekki að virka og þetta kom Gunnari Smára ekki inn á þing, en nei, Bjarna er greinilega ekki sama.