Ræða Zlatans inn í klefa endaði á miklum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 11:30 Zlatan Ibrahimovic var aðalmaðurinn í fagnaðarlátum AC Milan manna enda maður með mikla reynslu af því að fagna titlum. AP/Antonio Calanni AC Milan varð ítalskur meistari um helgina í fyrsta sinn síðan 2011. Líkt og þá var Zlatan Ibrahimović forsprakki liðsins. Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Zlatan náði reyndar ekki mikið að vera leiðtogi inn á vellinum á lokasprettinum í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en hann var án efa andlegur leiðtogi liðsins utan vallar. AC Milan tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í ellefu ár um helgina og inn fertugi Ibrahimović kom inn á sem varamaður síðustu átján mínúturnar í 3-0 sigri á Sassuolo. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Zlatan var að verða landsmeistari í tólfta sinn á ferlinum en hann varð tvisvar hollenskur meistari með Ajax (2002, 2004), þrisvar ítalskur meistari með Internazionale (2007, 2008, 2009), nú meistari með AC Milan í annað skiptið (2011, 2022), varð spænskur meistari með Barcelona (2010) og fjórum sinnum franskur meistari með Paris Saint-Germain (2013, 2014, 2015, 2016). Hann vann líka ítalska titilinn tvisvar með Juventus en félagið missti þá titla í Calciopoli hneykslismálinu. Zlatan hefur því í raun fagnað fjórtán meistaratitlum á ferlinum. Zlatan skoraði átta mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð en það síðasta kom 9. janúar. Hann hefur verið mikið að glíma við meiðsli síðan í febrúar. Það breytti ekki því að leikmenn AC Milan horfa mikið til þessa reynslubolta og nú hefur ræðu Svíans inn í klefa fyrir lokaleikinn verið lekið út til fjölmiðla. Zlatan fékk orðið í klefanum og eftir að hafa veitt sínum liðsfélögum innblástur í orði þá endaði ræða hans á miklum látum. Svona eins og er eiginlega ekki von frá neinum nema einmitt manni að nafni Zlatan Ibrahimović. Það má sjá þessa ræðu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira