Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við dómsmálaráðherra í beinni útsendingu.

Unnið er að því að búa heilbrigðiskerfið undir apabólu sem hefur verið að greinast víða um heim og leiðbeiningar til almennings eru í smíðum. Sóttvarnalæknir mætir í settið og fer yfir stöðuna.

Við fylgjumst einnig með borgarpólitíkinni en oddvitar flokka sem standa utan bandalags Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar saka bandalagið um að hafa tekið borgina í gíslingu og skora á Framsókn að láta ekki þvinga sig í viðræður. Framsóknarfólk fundar um stöðuna í kvöld og við verðum í beinni útsendingu þaðan.

Þá kynnum við okkur nýtt leigufélag verkalýðshreyfingarinnar, förum yfir nýjar gervihnattamyndir sem sýna kvikusöfnun á Reykjanesi og kíkjum á ferðasumarið í Grundarfirði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×