Pabbi Rúbens Dias skallaði Noel Gallagher Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2022 14:31 Eins og sjá má fékk Noel Gallagher má skurð eftir viðskiptin við pabba Rúbens Dias. getty/Cameron Smith Sauma þurfti nokkur spor í einn þekktasta stuðningsmanns Manchester City eftir að faðir leikmanns liðsins skallaði hann í fagnaðarlátunum þegar City varð Englandsmeistari í gær. City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
City lenti í kröppum dansi gegn Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Gestirnir frá Birmingham komust í 0-2 en City svaraði fyrir sig með því að skora þrjú mörk á fimm mínútum og tryggði sér þar með Englandsmeistaratitilinn í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stuðningsmenn City ærðust af fögnuði, meðal annars faðir portúgalska varnarmannsins Rúbens Dias, sem endaði á því að skalla Noel Gallagher, fyrrverandi forsprakka Oasis og mikinn City-mann. Hann sagði talkSPORT frá atvikinu á Etihad. Noel Gallagher left covered in blood and needing stitches after headbutt from @rubendias' dad during Man City's title celebrations #MCFC https://t.co/YxrPAdxTSv— talkSPORT (@talkSPORT) May 23, 2022 „Þegar við skoruðum þriðja markið varð allt brjálað. Fjölskyldan hans Rúbens Dias var nokkrum röðum fyrir ofan okkur. Ég hoppaði um eins og fáviti, veifaði syni mínum eins og hann væri Englandsmeistarabikarinn og allir lyftu honum,“ sagði Gallagher. „Ég sneri mér við og pabbi Rúbens Dias hljóp beint á mig og skallaði mig. Ég lá eftir, ataður í blóði. Ég sá ekki lokin á leiknum því ég var sendur á sjúkrahús. Það voru saumuð nokkur spor í vörina á mér og ég fékk tvö glóðaraugu.“ Eftir á rakst Gallagher á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City. Þeir féllust í faðma og Gallagher sagði Spánverjanum svo að hafa ekki áhyggjur af sér og vera með leikmönnunum sínum. Að sögn Gallaghers sást ekkert á pabbanum. „Hann fékk ekki skrámu. Hann er tröll að burðum. Hann braut næstum því tennurnar í mér.“ Gallagher var á tónleikaferðalagi þegar City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á eftirminnilegan hátt 2012 en fékk að upplifa dramatíkina í gær, þótt hann hafi misst af lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag. 22. maí 2022 16:55