Kynsegin á Smitten Smitten 23. maí 2022 11:00 Hópurinn á bak við íslenska stefnumóta-appið Smitten sem hefur náð miklum vinsældum meðal einhleypra Íslendinga. Nú er hægt að skrá sig kynsegin á Smitten. Notendur á íslenska stefnumóta appinu Smitten geta skráð kyn sitt sem kynsegin. Appið, sem er það vinsælasta sinnar tegundar á Íslandi, hefur fengið mikið lof notenda en á sama tíma hafa kynsegin einstaklingar þurft að sitja eftir með sárt ennið. „Það hefur verið draumurinn okkar frá upphafi að Smitten geti hjálpað öllum að finna ástina, skyndikynni og allt þar á milli. Við vildum nálgast málið af virðingu og af samkeppninni að dæma, þá er ekki verið að leysa þetta mál vel. Sem dæmi um lausn hjá öðrum stefnumótarforritum þá getur kynsegin notandi sagst vera kynsegin en þarf svo að velja hvort prófíllinn eigi að birtast sem karl eða kona,” segir Ásgeir Vísir, hönnuður Smitten. Fjöldi fólks hafði bent Samtökunum ‘78 á að betur mætti fara á hinu alíslenska stefnumóta appi Smitten en úr varð að Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 setti sig í samband við Smitten til þess að koma skilaboðunum áleiðis. „Daníel hafði samband við okkur fyrir nokkrum vikum og ýtti í rauninni verkefninu af stað hjá okkur. Þetta var búið að vera heillengi á verkefnalistanum og loksins fengum við spark í rassinn til að klára þetta. Við fengum góða ráðgjöf hjá Daníel og Samtökunum ‘78 með útfærsluna,” segir Unnur Aldís forstöðumaður markaðsmála hjá Smitten. Í dag geta notendur Smitten skráð sig inn sem kynsegin, karl eða kona. Einnig er lausn Smitten frábrugðin öðrum lausnum, en notendur geta valið um það að prófílinn birtist hjá öðrum notendum sem kynsegin en ekki einungis sem karl eða kona. Smitten er íslenskt stefnumóta-app sem var stofnað árið 2020 og hefur náð miklum vinsældum meðal einhleypra Íslendinga. Fyrr á árinu tók Smitten fyrstu skrefin á erlendum markaði, Danmörku, og í dag hafa tæplega 60.000 Danir nælt sér í appið. Ein af stærstu áskorununum sem notendur stefnumóta appa horfast í augu við er að hefja samtalið við aðra notendur. Á síðustu árum hefur Smitten náð að skapa sér sérstöðu á markaðnum með skemmtilegum ísbrjótum sem auðvelda fólki að hefja samtalið, sem dæmi, með leikjunum Guessary og Lie Detector. Notendur geta spilað leikina með því að giska á svörin hjá öðrum notendum en svörin nýtast svo til þess að hefja samtalið. Smitten er frítt og aðgengilegt á App Store og Google Play: Hinsegin Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Það hefur verið draumurinn okkar frá upphafi að Smitten geti hjálpað öllum að finna ástina, skyndikynni og allt þar á milli. Við vildum nálgast málið af virðingu og af samkeppninni að dæma, þá er ekki verið að leysa þetta mál vel. Sem dæmi um lausn hjá öðrum stefnumótarforritum þá getur kynsegin notandi sagst vera kynsegin en þarf svo að velja hvort prófíllinn eigi að birtast sem karl eða kona,” segir Ásgeir Vísir, hönnuður Smitten. Fjöldi fólks hafði bent Samtökunum ‘78 á að betur mætti fara á hinu alíslenska stefnumóta appi Smitten en úr varð að Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 setti sig í samband við Smitten til þess að koma skilaboðunum áleiðis. „Daníel hafði samband við okkur fyrir nokkrum vikum og ýtti í rauninni verkefninu af stað hjá okkur. Þetta var búið að vera heillengi á verkefnalistanum og loksins fengum við spark í rassinn til að klára þetta. Við fengum góða ráðgjöf hjá Daníel og Samtökunum ‘78 með útfærsluna,” segir Unnur Aldís forstöðumaður markaðsmála hjá Smitten. Í dag geta notendur Smitten skráð sig inn sem kynsegin, karl eða kona. Einnig er lausn Smitten frábrugðin öðrum lausnum, en notendur geta valið um það að prófílinn birtist hjá öðrum notendum sem kynsegin en ekki einungis sem karl eða kona. Smitten er íslenskt stefnumóta-app sem var stofnað árið 2020 og hefur náð miklum vinsældum meðal einhleypra Íslendinga. Fyrr á árinu tók Smitten fyrstu skrefin á erlendum markaði, Danmörku, og í dag hafa tæplega 60.000 Danir nælt sér í appið. Ein af stærstu áskorununum sem notendur stefnumóta appa horfast í augu við er að hefja samtalið við aðra notendur. Á síðustu árum hefur Smitten náð að skapa sér sérstöðu á markaðnum með skemmtilegum ísbrjótum sem auðvelda fólki að hefja samtalið, sem dæmi, með leikjunum Guessary og Lie Detector. Notendur geta spilað leikina með því að giska á svörin hjá öðrum notendum en svörin nýtast svo til þess að hefja samtalið. Smitten er frítt og aðgengilegt á App Store og Google Play:
Hinsegin Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira