Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson voru í byrjunarliði liðsins sem fékk Álaborg í heimsókn en ljóst var fyrir leik að FCK myndi duga eitt stig til að tryggja efsta sætið.
Hákon Arnar kom FCK í forystu strax á áttundu mínútu leiksins og í leikhléi var staðan orðin 2-0 fyrir FCK.
Ísak Bergmann rak svo smiðshöggið þegar hann skoraði þriðja mark FCK á 53.mínútu.
Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekknum á 72.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og 3-0 sigur Kaupmannahafnarliðsins staðreynd.
Fjórtándi titill FCK en auk Íslendinganna þriggja sem komu við sögu í leik dagsins er Andri Fannar Baldursson einnig á mála hjá FCK, að láni frá Bologna.
MESTRE! Haraldsson, Lerager og Isak scorede målene i vores stensikre og solide sejr over AaB - og med dagens tre point er vores 14. danske mesterskab dermed en realitet #fckaab | #fcklive pic.twitter.com/C1WuKWogGa
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) May 22, 2022