Hefur þú komið til Sómalíu ráðherra? Helen Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2022 14:00 Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Helen Ólafsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég sit hér á skrifstofunni minni í Mogadishu í Sómalíu og er að lesa fréttir frá Íslandi. Það á að vísa 22 ára gamalli sómalískri stúlku úr landi. Það á að senda hana til Grikklands þar sem ljóst er að hún lendir strax á götunni. Dómsmálaráðherra segir eitthvað á þá leið að „þetta fólk“ hafi vitað af þessum brottvísunum svo þetta eigi ekki að koma á óvart. Stúlkan sem um ræðir Asli Jama og er nú þegar komin í sjálfboðastarf hjá Rauða Krossinum og ber því vel þess merki að hún sé að aðlagast lífinu vel á Íslandi. Mig setur hljóðan. Hvernig má það vera að land sem gefur sig út fyrir að vera brautryðjandi í vörslu kvenréttinda snúi baki við ungri konu í þessari stöðu? Útlendingastofa og ráðherra fela sig á bak við Dyflinarregluna en það þarf ekki annað en að vísa í Mannréttindasáttmála SÞ og sáttmála um flóttamenn sem skylda Íslendinga til að vernda flóttamenn, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Hluti af minni vinnu hér í Sómalíu snýr að því að skoða sérstaklega áhrif stríðsins á konur og börn og hvernig megi vernda þessa hópa betur. Fyrir þá sem ekki vita að þá býr fjórðungur landsmanna við hungursneyð, stríð geisa á milli ættbálka og hryðjuverkasamtökin Al-Shabab, íslamskir heittrúarmenn, stýra hér stórum landsvæðum. Það líður varla sá dagur í Mogadishu að við heyrum ekki sprengjur þar sem oftar en ekki saklaust fólk deyr vegna árása Al-Shabab og eða annarra. Það gefur augaleið að staða kvenna hér er vægast sagt hörmuleg. Asli Jama getur ekki þvælst um götur Grikklands. Við myndum ekki óska okkar eigin börnum slík örlög. Hún á það á hættu að vera nauðgað, vera hneppt í mannsal eða hennar bíða bara ömurlegar aðstæður í sárri fátækt. Hún getur ekki snúið aftur til Sómalíu. Ég horfi á andlit þessarar stúlku og hún lítur bara út eins og allar stelpurnar hér sem ég get ekki hjálpað. Ráðherra getur gert hið rétta og bjargað þessari ungu konu frá skelfilegum örlögum. Það er hans persónuleg og pólitísk ákvörðun hvort hann veitir henni tækifæri , eða sendir hana á vergang þar sem örlög Asli eru ekki góð. Höfundur er öryggisráðgjafi fyrir SÞ í Sómalíu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun