Framsókn og VG einkavæða heilbrigðiskerfið Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun