Handbolti

Bjarni og félagar hófu úrslitaeinvígið á tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skövde í kvöld.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skövde í kvöld. Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið tók á móti Ystads í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld, 28-30.

Gestirnir í Ystads höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og náðu fljótt þriggja marka forskoti. Liðið hélt þeirri forystu út fyrri hálfleikinn og staðan var 13-16 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir leiddu svo með fjórum mörkum stærstan hluta síðari hálfleiks, en Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp. Þeir náðu góðu áhlaupi þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og jögnuðu metin í 24-24 og aftur í 26-26, en nær komust þeir ekki og gestirnir fögnuðu að lokum tveggja marka sigri, 28-30.

Bjarni Ófeigur skoraði fjögur mörk fyrir Skövde í kvöld, en liðin mætast á ný næstkomandi Laugardag á heimavelli Ystads. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×