Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2022 13:12 Fannar Jónsson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld. Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund jarðskjálftar hafa mælst við fjallið Þorbjörn við Gríndavík undanfarna viku. Óvissustigi var lýst yfir um helgina vegna jarðskjálftavirkninnar en fram kom í tilkynningu almannavarna í gær að kvika væri líkast til að safnast saman á um fjögurra kílómetra dýpi skammt norðvestan Þorbjarnar. Fannar Jónsson bæjarstjóri Grindavíkur segir að kvíða gæti meðal íbúa vegna jarðhræringanna. „En við töldum algjörlega nauðsynlegt að boða til fundar og reyna að upplýsa fólk sem best um það sem er að gerast,“ segir Fannar. Óþyrmilega vör við skjálftana Íbúafundurinn hefst klukkan hálf átta í kvöld í íþróttahúsi Grindavíkur. Framsögumenn verða meðal annarra vísindamenn, fulltrúar frá lögreglu og björgunarsveitum - og Fannar býst við góðri mætingu. Sambærilegir íbúafundir voru haldnir í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall í fyrra - og Fannar segir stóru skjálftana um helgina óneitanlega hafa vakið upp minningar frá umbrotatímabilinu þá. „Við urðum óþyrmilega vör við þessa skjálfta því þeir voru svo nálægt okkur en það er eins og þessar bylgjur berist langar leiðir og miðað við nálægðina við okkur þá verðum við ekki eins mikið vör við það eins og margir skyldu ætla. Vísindamenn hafa verið að leita skýringa á því, meðal annars að þetta sé ungt berg og mikið brotið og að það kunni að deyfa áhrifin,“ segir Fannar. „En óþægindin eru samt sem áður heilmikil og kemur upp kvíði hjá mörgum fyrir því að þetta kunni einhvern veginn að vera langvarandi og er kannski ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24 Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Þenslu orðið vart við Grindavík Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum. 14. maí 2022 22:24
Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. 14. maí 2022 17:57