Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði sex til fimmtán stig þar sem svalast verður á Austfjörðum.
„Á morgun verður mjög svipað veður. Austlæg eða breytileg átt 3-8 og rigning með köflum á suðaustanverðu landinu. Annars úrkomulítið en stöku skúrir eftir hádegi. Hiti 10 til 16 stig.
Á laugardag verður norðaustanátt með rigningu eða súld fyrir norðan og austan. Þurrt og bjart suðvestantil en þar myndast stöku skúrir seint um daginn. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Rigning með köflum á Suðausturlandi, en stöku skúrir í öðrum landshlutum, einkum síðdegis. Hiti 10 til 16 stig.
Á laugardag: Norðan 5-13 m/s. Súld eða rigning norðan- og austanlands. Bjart með köflum sunnan heiða en stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 4 stigum við norðurströndina, upp í 15 stig sunnanlands.
Á sunnudag: Norðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta á norðanverðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en skúrir sunnan- og vestantil. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt, dálitla rigningu og hita 7 til 12 stig.