Guardiola segir að City verði að aðlagast Haaland en ekki öfugt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 08:31 Leikmenn Borussia Dortmund kveðja Erling Haaland í lokaleiknum hans með liðinu. Getty/Alexandre Simoes Það verður erfitt fyrir önnur stórlið heims að toppa kaup Manchester City á Erling Braut Haaland, einum mest spennandi unga framherja heims. Knattspyrnustjórinn Pep Guaridola ætlar að gera allt í sínu valdi til að hjálpa Norðmanninum að aðlagast hlutnum hjá liðinu. Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Nú lítur út fyrir að Guaridola sé tilbúinn að breyta leikstíl City-liðsins til að ná því besta fram í Haaland. Will Man City have to adapt to fit Haaland's style of play? @rwohan writes on why it might be in their best interest (@ESPNPlus) https://t.co/o10T2mg3IZ pic.twitter.com/R0hVsbTjWB— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2022 „Við munum gera allt sem við getum til að aðlagast að leikstíl Erlings. Ef hann þarf að aðlagast okkar leikstíl þá fáum við mögulega ekki fram öllum hans hæfileikum. Við verðum því að aðlagast honum,“ sagði Pep Guardiola í viðtali við Premier League Productions. Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum með Borussia Dortmund í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Það voru flest stórlið Evrópu á eftir undirskrift Norðmannsins sem er aðeins 21 árs gamall en hefur þegar sannað sig sem mikil markavél bæði í þýsku deildinni og Meistaradeildinni. Guardiola on Erling Haaland: He will adapt quickly to the way we want to play. Good signing for the future, coming for many years hopefully . #MCFC I like to work with good players, they make you a good manager. Incredible young talent, we'll help him as good as possible . pic.twitter.com/cPK9P6ym3l— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2022 „Allt sem við viljum er að leikmennirnir sem við kaupum fái að njóta sína hjá okkur, bæði innan sem utan vallar. Ef hann lendir í mótlæti þá munum við styðja við bakið á honum. Það mikilvægast er að hann blómstri hjá okkur. Ég býst við engu nema að hann njóti sín hjá okkur,“ sagði Guardiola. Það verður talsverð breyting á liði City við komu Haaland sem er eins mikil nía og þær gerast en Guardiola er þekktur fyrir að leysa framherjastöðuna með falskri níu eða nýta sér kantmenn eða sókndjarfa miðjumenn til að sinna störfum fremsta manns. Nú getur Pep aftur á móti stillt upp markaskorara af guðs náð í kringum alla hröðu og léttleikandi leikmenn liðsins. Ógnvænleg tilhugsun fyrir flest önnur lið. "It's quite scary to think of the levels he could go to" Stephen Warnock says if Erling Haaland buys into Pep Guardiola's way of playing, it would be scary to think of the levels the striker can reach pic.twitter.com/RMRO2Fmtp8— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 16, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira