Klopp: Ekki líklegt en mögulegt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 22:09 Jürgen Klopp gerir sér grein fyrir því að Englandsmeistaratitillinn sé líklega á leið til Manchester City, en heldur þó í vonina. Clive Rose/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum eftir 2-1 sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool á enn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn, en Klopp gerir sér grein fyrir því að það verði að teljast ólíklegt. „Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
„Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira