Klopp: Ekki líklegt en mögulegt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 22:09 Jürgen Klopp gerir sér grein fyrir því að Englandsmeistaratitillinn sé líklega á leið til Manchester City, en heldur þó í vonina. Clive Rose/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum eftir 2-1 sigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool á enn möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn, en Klopp gerir sér grein fyrir því að það verði að teljast ólíklegt. „Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
„Algjörlega frábært hvernig við spiluðum eftir að hafa gert níu breytingar,“ sagði Klopp að leik loknum. „Ég sá frábæra frammistöðu. Hugarfarið eftir að við lentum 1-0 undir þar sem við hefðum líklega átt að fá aukaspyrnu. Við vorum allir frekar hneykslaðir en strákarnir náðu að róa sig.“ „Svo skourm við frábært mark. Við vorum inni í leiknum allan tíman, en það opnaði leikinn aftur. Við héldum áfram í seinni hálfleik, áttum kafla þar sem við stjórnuðum leiknum ekki alveg nógu vel, en skoruðum svo og þá varð þetta aðlilegt aftur.“ Eins og Klopp kom inn á þá gerði hann níu breytingar á liðinu og því voru nokkrir sem ráku upp stór augu þegar byrjunarliðið var gert opinbert. Þjóðverjinn segir að þetta hafi verið áhætta sem hann hefði tekið ábyrgðina á ef illa hefði farið. „Þetta var frábær leikur og ótrúleg frammistaða. Níu breytingar. Það er leikmönnunum að þakka að þetta hafi virkað. Ef þetta hefði klikkað þá hefði það þúsund prósent verið á minni ábyrgð.“ Liverpool er nú einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester Cityr fyrir lokaumferðina. Liverpool mætir Wolves í lokaleik sínum á meðan City tekur á móti Aston Villa og Klopp gerir sér grein fyrir því að líkurnar á titlinum séu ekki miklar. „Auðvitað er það ólíklegt af því að City spilar á móti Aston Villa á heimavelli og Villa spilar líka erfiðan leik á móti Burnley sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á fimmtudaginn.“ „En þetta er fótbolti. Ég held að þegar City varð meistari [árið 2019] þá hafi það munað ellefu millimetrum. Ef við viljum verða meistarar þá þurfum við að byrja á því að vinna okkar leik og vona svo að Aston Villa taki stig af City.“ „Það er möguleiki. Ekki líklegt en mögulegt. Það er nóg,“ sagði vongóður Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira