Stanley Þorsteinn Másson skrifar 17. maí 2022 15:00 Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Árið 1902 ákváðu vestfirskir frumkvöðlar að setja vél í árabátinn Stanley. Á þeim tíma réru allir íslenskir sjómenn til veiða eða notuðu segl þegar vindur var þeim hagstæður. Að setja vél í árabát er eitt stærsta og mikilvægasta orkuskiptaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er rétt hægt að ímynda sér þá byltingu sem fólst í því að hætta að róa með höndunum og láta framandi maskínu sjá um að ferja áhöfn og afla. Það er að sama skapi auðvelt að sjá fyrir sér allar efasemdirnar, enda gríðarleg óvissa um hvort þetta myndi borga sig, væri öruggt og myndi yfir höfuð virka. Ef þau hefðu haft aðgang að Excel og öðrum greiningartólum sem við notum í dag, eru líkur á því að verkefnið „vél í árabát“ hefði ekki endilega litið vel út vegna ýmiss konar óvissu: Óvissa með verð og veiðar á þorski Aðgengi að olíu Verð og verðþróun á olíu Aðgengi að varahlutum Aðgengi að kunnáttufólki sem sinna átti viðhaldi Mögulega hefðu þau endað á því að eyða frekar tíma og fjármunum í að hanna léttari árar, boðið sjómönnum upp á hollari og betri mat og reynt að hanna og framleiða betri vinnufatnað. En þau höfðu ekki aðgang að Excel eða öðrum greiningartólum og ákváðu að taka í notkun nýja tækni sem aldrei hafði verið prófuð á Íslandi. Þau vissu að þetta var að gerast í löndunum í kring og gátu því verið nokkuð bjartsýn á að þetta væri líklega framtíðin. Við sem fáumst við orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í dag, erum í svipuðum sporum og þau sem settu vél í Stanley árið 1902 og ættum að taka þau til fyrirmyndar og keyra orkuskipti í sjávartengdri starfsemi í gang. Með því á ég ekki við að við ættum að hætta að byggja ákvarðanir á bestu mögulegu upplýsingum eða hætta að nota greiningartól til að taka góðar ákvarðanir. Við erum nefnilega búin að taka ákvörðum. Við erum búin að ákveða að verða kolefnishlutlaus árið 2040. Það er því búið að taka ákvörðun um að orkuskiptum í sjávartengdri starfsemi skuli svo sem lokið eftir 18 ár. Það er því óhætt byrja að vinna að þeim, strax í dag. Við gætum til dæmis ákveðið í dag að nýr Baldur, ferjan sem siglir yfir Breiðafjörð, muni nota rafeldsneyti (metanól eða vetni) og ákveðið hér og nú að hann verði tilbúinn innan þriggja ára. Þannig yrði Baldur fyrsti stóri notandi af rafeldsneyti á Íslandi og myndi ryðja brautina fyrir önnur rafeldsneytisverkefni og rafeldsneytisframleiðslu. Hafnir Ísafjarðabæjar ásamt fleiri höfum hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa dráttarbát sem knúinn er áfram af rafhlöðum og brunavél og væri fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Við getum ákveðið í dag að styðja við þessi áform og ákveðið hér og nú að fyrsti grænorku dráttarbátur landsins væri klár innan þriggja ára. Við getum ákveðið að nýta aflaheimildir til að styðja við orkuskipti smærri báta þannig að útgerðir sem fjárfesta í grænni orku fá tímabundinn stuðning í formi aflaheimilda. Þannig munu smærri útgerðir sjá sér fært að fjárfesta í grænni orku í samvinnu við innlendar bátasmiðjur og Stanley-2, fyrsti íslenski grænorkubáturinn, mun líta dagsins ljós innan þriggja ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláma.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar