Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2022 08:00 Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birtum við í Greiningu Íslandsbanka nýja og ferska þjóðhagsspá. Þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála hér á landi árin 2022-2024. Í slíkum spám er yfirleitt litið á stóru tölurnar en eðlilegt er að við spyrjum okkur hvaða áhrif þróun þeirra hefur á fjárhag hvers og eins okkar. Eins og spurt er í útvarpinu „hvaða þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?“. Reynum að svara því helsta. Almennt talað Grunnhagkerfið er á góðum stað og til lengri tíma litið er mjög bjart framundan hér á Íslandi. Störfum fjölgar allhratt og meiri verðmætasköpun í landinu verður til þess að kjör almennings batna jafnt og þétt. En verð er hins vegar vandamálið. Verð á vörum, húsnæði, vinnuafli og lánsfé er allt á uppleið og því köllum við spána að þessu sinni Allt á uppleið, en bætum við spurningarmerki í lokin þar sem þetta er jú spá. En lítum nánar á nokkur atriði sem skipta okkur einna mestu máli hvað heimilisfjármálin varðar: Íbúðaverð Miklar verðhækkanir næstu mánuði en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn hægir á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið. 13% hækkun íbúðaverðs að raunvirði á þessu ári en 1% á því næsta. Það verður erfiðara að kaupa nýja íbúð þegar verðið hækkar hraðar en launin. Sú var raunin í fyrra og verður enn frekar nú í ár. Aðstæður fólks sem á eftir að koma sér þaki yfir höfuðið verða verri og erfiðara verður fyrir fólk að flytja í stærra húsnæði, en arðbærara getur verið að minnka við sig. Framboð íbúða til sölu hefur aldrei verið jafn lítið, sölutími er í sögulegu lágmarki og mikill fjöldi selst yfir ásettu verði. Þetta virðist þó vera að fara að lagast og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að verið sé að selja síðustu íbúðina á Íslandi. Mikill fjöldi íbúða hefur verið í byggingu að undanförnu (um 7.000) og þær fara að detta inn á markaðinn síðar á þessu ári. Það, ásamt hækkandi vöxtum og strangari skilyrðum við lántöku, ætti að kæla þennan sjóðandi heita markað. Ekki til að lækka verð íbúða heldur til að hægja á hækkunum. Fordæmi eru fyrir að slíkt hafi gerst mjög hratt hér á landi. Jafnvægi verður því vonandi komið á markaðinn á næsta ári og þá ætti íbúðaverð að fylgja kaupmætti launanna okkar mun betur en að undanförnu. Verðbólga Þrálát verðbólgan fari hæst í 8,4% fyrir lok ársins, hjaðni eftir það en verði þó vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans allan spátímann (út árið 2024). Því miður lítur út fyrir að verðbólga verði óþægilega mikil á næstunni. Þessi mikla verðbólga þýðir að dagleg útgjöld verða dýrari og launin okkar duga ekki eins langt og áður. Verðtryggð lán hækka sömuleiðis enn frekar og erfiðara verður að ávaxta sparifé. Lítilsháttar verðbólga er eðlileg og svo sem ekkert til að kvarta yfir en þetta er allt of mikið og getur nagað í veskið okkar. Verðbólgan hefur verið og verður enn um sinn drifin áfram af hækkandi íbúðaverði og verðlagi í útlöndum og því ræðst framhaldið að miklu leyti af því hvenær þau áhrif líða hjá. Merkilegt nokk er verðbólga til dæmis enn meiri í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en hér þessa dagana þannig að verðbólgan er langt í frá séríslenskt vandamál. Vextir Stýrivextir Seðlabankans munu hækka enn frekar og nái toppi í 5-6% í lok þessa árs. Fari svo lítillega lækkandi eftir það ef allt gengur upp. Við erum að kveðja það lágvaxtaumhverfi sem við höfum búið við að undanförnu, í það minnsta um skeið. Seðlabankinn hækkar vexti til að reyna að ná niður verðbólgunni og það getur haft umtalsverð áhrif á heimilisfjármálin okkar. Fyrir það fyrsta er til mikils að vinna ef okkur tekst að ná böndum á verðbólguna. Það eykur stöðugleika og ver launin okkar. Hærri stýrivextir hafa svo áhrif á aðra vexti í landinu. Dýrara verður að taka lán en bankareikningar gefa líka hærri vexti. Með öðrum orðum ættu hærri vextir að hvetja til sparnaðar og draga úr áhuga á lántöku. Krónan Enn frekari styrking gæti verið í kortunum. Eftir tæplega 3% styrkingu í fyrra og um 5% til viðbótar fyrstu fjóra mánuði ársins gæti krónan enn átt nokkra styrkingu inni og verið um 5% sterkari í lok spátímans (2024) en nú í lok apríl. Sterkari króna hefur bein áhrif á rekstur heimilisins. Verð innfluttra vara lækkar og sömuleiðis verður ódýrara að fara til útlanda. Þetta verður í sjálfu sér til þess að draga úr verðbólgu en hin hliðin á peningnum er að dýrara verður fyrir erlenda ferðamenn að sækja okkur heim og við fáum færri krónur en ella fyrir álið okkar, fisk og hugverk. Aðalatriðið er þó að krónan verði tiltölulega stöðug og það virðist hún hafa alla burði í að vera á næstunni. Bjart framundan þrátt fyrir allt Verð verður til vandræða á næstunni og það gæti orðið nokkuð erfiðara en oft áður að passa upp á heimilisfjármálin. Það jákvæða er þó að þetta lítur út fyrir að ætla að líða hjá áður en langt um líður. Við þurfum að fara varlega og sýna fyrirhyggju, meðal annars með að búa okkur undir umtalsverðar vaxtahækkanir og að verðbólgan gæti mögulega orðið meiri og langvinnari en spáð er. Efnahagslífið stendur þó á traustum grunni og sannarlega bjart framundan, þegar þessi leiðindi líða hjá. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun