Innlent

Ö-listi með fjóra full­trúa af fimm í Skaft­ár­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Kirkjubæjarklaustur er stærsti þéttbýliskjarninn í Skaftárhreppi.
Kirkjubæjarklaustur er stærsti þéttbýliskjarninn í Skaftárhreppi. Vísir/Vilhelm

Ö-listi Öflugs samfélags tryggði sér fjóra fulltrúa af fimm í sveitarstjórn Skaftárhrepps í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðismenn náðu inn einum manni.

Á vef Skaftárhrepps segir að á kjörskrá hafi verið 423 og greiddu 315 atkvæði.

  • Ö-listi Öflugt samfélag 218 atkvæði
  • D-listi Sjálfstæðismanna og óháðir 76 atkvæði
  • Auður seðlar 16
  • Ógildir seðlar 5

Sveitarstjórn verður því þannig skipuð:

  • 1. sæti Jóhannes Gissurarson (Ö)
  • 2. sæti Björn Helgi Snorrason (Ö)
  • 3. sæti Sveinn Hreiðar Jensson (D)
  • 4. sæti Gunnar Pétur Sigmarsson (Ö)
  • 5. sæti Auður Guðbjörnsdóttir (Ö)

Kirkjubæjarklaustur er stærsti þéttbýliskjarninn í Skaftárhreppi.

Jóhannes Gissurarson, bóndi og oddviti Ö-listans, segir í samtali við fréttastofu að línur muni vonandi skýrast varðandi málefni sveitarstjóra og fleira á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×