Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 11:00 Claudia Pina, Patri Guijarro og Melanie Serrano fagna hér sigri Barcelona í Meistaradeildinni. Getty/Alex Caparros Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira