Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir kynþáttahatri á Goodison Park í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 08:31 Rico Henry fagnar sigurmarki sínu fyrir Brentford á móti Everton í gær. AP/Jon Super Gærdagurinn var erfiður fyrir Everton í síðasta heimaleik tímabilsins og það lítur út fyrir að stuðningsmenn félagsins hafi orðið sér og sínum til skammar í mótlætinu. Everton missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald og missti niður 2-1 forystu í 2-3 tap á móti Brentford. Fyrir vikið er liðið langt frá því að vera öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Tveir leikmenn Brentford, þeir Rico Henry og Ivan Toney, sögðu eftir leikinn að fjölskyldur þeirra hafi þurft að sitja undir kynþáttahatri á leiknum í gær. Everton tekur ásakanir leikmanna Brentford mjög alvarlega og aðstoðar lögregluna við að finna sökudólgana. „Það er ekkert pláss í fótbolta né samfélaginu fyrir rasisma,“ sagði í yfirlýsingu frá Everton. „Við erum að aðstoða Merseyside lögregluna til að tryggja það að einstaklingurinn finnist og fái sína refsingu,“ sagði þar enn fremur. Everton have confirmed they are assisting police after two Brentford players said their families were racially abused at Goodison Park.Striker Ivan Toney and full-back Rico Henry made the allegations after the Bees' 3-2 win against Everton in the Premier League on Sunday.— BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2022 Hinn 24 ára gamli Rico Henry skoraði sigurmark Brentford í leiknum. Hann sagði frá því á Twitter að móðir hans væri miður sín eftir að hafa orðið fyrir kynþáttahatri á leiknum. Toney sagði líka að hann myndi gera allt í sínu valdi til að finna manninn sem áreitti hans fjölskyldu á leiknum og að passa upp á það að hann fengi sína refsingu. Brentford gaf líka frá sér yfirlýsingu og sagðist ætla að styðja við bakið á Rico, Ivan og fjölskyldum þeirra. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Everton missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald og missti niður 2-1 forystu í 2-3 tap á móti Brentford. Fyrir vikið er liðið langt frá því að vera öruggt með sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Tveir leikmenn Brentford, þeir Rico Henry og Ivan Toney, sögðu eftir leikinn að fjölskyldur þeirra hafi þurft að sitja undir kynþáttahatri á leiknum í gær. Everton tekur ásakanir leikmanna Brentford mjög alvarlega og aðstoðar lögregluna við að finna sökudólgana. „Það er ekkert pláss í fótbolta né samfélaginu fyrir rasisma,“ sagði í yfirlýsingu frá Everton. „Við erum að aðstoða Merseyside lögregluna til að tryggja það að einstaklingurinn finnist og fái sína refsingu,“ sagði þar enn fremur. Everton have confirmed they are assisting police after two Brentford players said their families were racially abused at Goodison Park.Striker Ivan Toney and full-back Rico Henry made the allegations after the Bees' 3-2 win against Everton in the Premier League on Sunday.— BBC Sport (@BBCSport) May 15, 2022 Hinn 24 ára gamli Rico Henry skoraði sigurmark Brentford í leiknum. Hann sagði frá því á Twitter að móðir hans væri miður sín eftir að hafa orðið fyrir kynþáttahatri á leiknum. Toney sagði líka að hann myndi gera allt í sínu valdi til að finna manninn sem áreitti hans fjölskyldu á leiknum og að passa upp á það að hann fengi sína refsingu. Brentford gaf líka frá sér yfirlýsingu og sagðist ætla að styðja við bakið á Rico, Ivan og fjölskyldum þeirra.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira