„Ég get ekki hætt að brosa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 07:31 Luka Doncic brosti allan hringinn eftir að Dallas Mavericks rúllaði Phoenix Suns upp í hreinum úrslitaleik einvígis þeirra í nótt. AP/Matt York Boston Celtics og Dallas Mavericks tryggðu sér bæði sæti í úrslitum deildanna í NBA deildinni í körfubolta eftir sannfærandi sigra í oddaleik í nótt. Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Boston Celtics mætir því Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar en Dallas Mavericks spilar við Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Einvígi Boston og Miami byrjar á þriðjudaginn en einvígi Dallas og Golden State á miðvikudaginn. Luka Doncic WENT OFF in Game 7 dropping 27 points in the first half on his way to 35 points and the @dallasmavs win to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@luka7doncic: 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/nf9j8T9J85— NBA (@NBA) May 16, 2022 Dallas Mavericks tók heimamenn í Phoenix Suns í kennslustund í Phoenix með því að vinna oddaleik liðanna með 33 stiga mun, 123-90. „Fullt af fólki hélt að þetta yrði burst. Þau höfðu rétt fyrir sér,“ skaut Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, á spekingana eftir leikinn en heimaliðið hafði unnið fyrstu sex leiki einvígsins og Phoenix Suns var líka með besta árangurinn í deildarkeppninni. Spencer Dinwiddie set a playoff career-high with 30 points in the @dallasmavs Game 7 victory to advance to the Western Conference Finals! #MFFL@SDinwiddie_25: 30 PTS, 5 3PM pic.twitter.com/KLOpaxKpK2— NBA (@NBA) May 16, 2022 Það voru hins vegar Dallas-menn og þá ekki síst Luka Doncic sem voru klárir í þetta risapróf á útivelli. Doncic hitti úr þremur fyrstu skotunum sínum og kom hlutunum á hreyfingu. Dallas var komið tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-17, og búið að ná þrjátíu stiga forskoti í hálfleik, 57-27. „Ég get ekki hætt að brosa. Ég er bara rosalega ánægður og ef ég segi alveg eins og er þá held ég að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. Hann var kominn með 27 stig í hálfleik eða jafnmikið og allt Suns-liðið. Luka BALLED OUT in the @dallasmavs Game 7 W #PhantomCam #MFFL 35 PTS, 10 REB, 2 STL, 6 3PM pic.twitter.com/Nz0qCd0075— NBA (@NBA) May 16, 2022 Doncic endaði með að skora 35 stig á 30 mínútum en hann hitti úr 6 af 11 þriggja stiga skotum og var einnig með 10 fráköst og 4 stoðsendingar. Spencer Dinwiddie kom einnig með 30 stig og fimm þrista af bekknum og þá var Jalen Brunson með 24 stig. Cameron Johnson var stigahæstur með 12 stig en Deven Booker (11 stig) og Chris Paul (10 stig) voru samtals með aðeins 21 stig og 6 stoðsendingar og miðherjinn Deandre Ayton skoraði bara fimm stig. Langt frá því að vera nóg í úrslitaleik eins og þessum. Jayson Tatum & Jaylen Brown combined for 42 points and 7 3-pointers in the @celtics Game 7 victory to advance to the Eastern Conference Finals! #BleedGreen@jaytatum0: 23 PTS, 6 REB, 8 AST, 5 3PM@FCHWPO: 19 PTS, 8 REB, 2 STL, 2 3PM pic.twitter.com/cBZfDWEedW— NBA (@NBA) May 16, 2022 Grant Williams skoraði 27 stig og setti niður sjö þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sannfærandi 28 stiga sigur á fráfarandi meisturum í Milwaukee Bucks, 109-81. Bucks var 3-2 yfir í einvíginu en Boston vann tvo síðustu leikina. Boston setti nýtt met í leik sjö með því að skora samtals 23 þriggja stiga körfur í leiknum. Þeir fengu 54 stigum meira úr þristum heldur en lið Milwaukee Bucks. Jayson Tatum var með 23 stig og leit á það sem áskorun þegar liðið lenti með bakið upp við vegg. „Eins og það var sárt að tapa leik fimm þá hlakkaði ég til að takast á við þessa áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og ég hef trú á mínu liði. Ég átti von á að spila svona og að liðið myndi svara með þessum hætti,“ sagði Tatum. Milwaukee var með frumkvæðið framan af leik en Boston tók öll völd í seinni leiknum sem liðið vann 61-38. Giannis Antetokounmpo gerði mikið en það dugði ekki. Hann endaði með 25 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar en virkaði útkeyrður í seinni hálfleik þegar hann hitti aðeins úr 3 af 11 skotum sínum inn í teig þar af bara 1 af 6 í lokaleikhlutanum. Jrue Holiday var með 21 stig og 8 stoðsendingar. 22 3PM by #BleedGreen in Game 7pic.twitter.com/Znymm46J2Y— NBA (@NBA) May 15, 2022
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira