Svöruðu kallinu og skjótast með atkvæði til „Sunny Kef“ Margrét Helga Erlingsdóttir, Snorri Másson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. maí 2022 21:56 Sverrir Helgason var ekki lengi að hugsa sig um þegar ákall barst um aðstoð. Hvunndagshetjan Sverrir Helgason og hans föruneyti svöruðu ákalli sem komið var á framfæri á Twitter en koma þurfti einu utankjörfundaratkvæði frá Reykjavík til Reykjanesbæjar. Sverrir var ekki lengi að hugsa sig um, þrátt fyrir að vera úti að borða með vinum sínum, og ákvað strax að hjálpa einstaklingi sem sá ekki fram á að koma atkvæðinu sínu til skila í tæka tíð. Þar sem talningamálið í Borgarnesi er enn í fersku minni vildi Sverrir ekki hætta á að einhver annar myndi taka verkefnið að sér sem ekki væri treystandi fyrir atkvæðinu. Fréttastofa hitti Sverri og félaga á bensínstöð í Hafnarfirði. „Maður náttúrulega vissi af þessum skandal í fyrra þannig að við vildum hafa einhvern almennilegan en ekki einhvern vitleysing að sjá um þetta. Við erum ekki í Borgarnesi og þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sverrir og skellti upp úr. Það mætti segja að Sverrir sé að fórna sér fyrir lýðræðið því hann sjálfur hefur ekki náð að greiða atkvæði. Hvunndagshetja hefur boðist til að koma atkvæðinu til skila. Við þökkum honum fyrir hans ómetanlega framlag í þágu lýðræðisins. https://t.co/1DJvgOcECa— Reykjavík (@reykjavik) May 14, 2022 „Ég hef ekki haft tíma til að kjósa, ég ætlaði að gera það áðan þannig að ég eiginlega get það ekki en ég treysti á að þessi hafi betri dómgreind heldur en ég, sem er reyndar mjög sennilegt sko.“ Sverrir segir að það sé mjög gott að geta glatt aðra. Stefnan er sett á Keflavík þar sem kosningagleði tekur við Sverri og hans félögum. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sverrir var ekki lengi að hugsa sig um, þrátt fyrir að vera úti að borða með vinum sínum, og ákvað strax að hjálpa einstaklingi sem sá ekki fram á að koma atkvæðinu sínu til skila í tæka tíð. Þar sem talningamálið í Borgarnesi er enn í fersku minni vildi Sverrir ekki hætta á að einhver annar myndi taka verkefnið að sér sem ekki væri treystandi fyrir atkvæðinu. Fréttastofa hitti Sverri og félaga á bensínstöð í Hafnarfirði. „Maður náttúrulega vissi af þessum skandal í fyrra þannig að við vildum hafa einhvern almennilegan en ekki einhvern vitleysing að sjá um þetta. Við erum ekki í Borgarnesi og þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sverrir og skellti upp úr. Það mætti segja að Sverrir sé að fórna sér fyrir lýðræðið því hann sjálfur hefur ekki náð að greiða atkvæði. Hvunndagshetja hefur boðist til að koma atkvæðinu til skila. Við þökkum honum fyrir hans ómetanlega framlag í þágu lýðræðisins. https://t.co/1DJvgOcECa— Reykjavík (@reykjavik) May 14, 2022 „Ég hef ekki haft tíma til að kjósa, ég ætlaði að gera það áðan þannig að ég eiginlega get það ekki en ég treysti á að þessi hafi betri dómgreind heldur en ég, sem er reyndar mjög sennilegt sko.“ Sverrir segir að það sé mjög gott að geta glatt aðra. Stefnan er sett á Keflavík þar sem kosningagleði tekur við Sverri og hans félögum. Fylgst er með nýjustu tíðindum um allt land í kosningavaktinni á Vísi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira