Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2022 15:01 Ragnar, María og börn skelltu sér á Eurovision í Tórínó. Júrógarðurinn Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð. „Ítalía er eitt okkar uppáhalds land og þetta var bara ákveðið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara heimsækja uppáhalds landið okkar og fagna með Íslendingum góðu gengi“, segir María aðspurð um af hverju þau ákváðu að skella sér. „Það er gaman að sjá Eurovision“, segir Ragnar og bætir við: „Mér hefur aldrei áður dottið í hug að fara og sjá það, en hef að sjálfsögðu horft á Eurovision eins og allir Íslendingar á hverju ári. Svo reyndist það vera ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning í kringum það. Það er frábært að vera á Ítalíu, frábært að vera í Tórínó, Juventus völlurinn er rétt hjá, góður matur og gott veður, það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.“ En hvað fannst fjölskyldunni skemmtilegast við Eurovision upplifunina? „Stemningin meðal gesta“, segir María og Ragnar bætir við: „Svo kom á óvart hvað þetta var auðvelt, þægilegt og fjölskylduvænt.“ Þau segja upplifunina í alla staði hafa verið virkilega góða og skemmtilega og gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Dætur Ragnars og Maríu skemmtu sér vel á Eurovision síðastliðið þriðjudagskvöld.Aðsend Og haldið þið að þið farið aftur? „Já við erum nú þegar farin að ræða það. Það kemur í ljós hvert við förum um helgina, eftir að tilkynnt hefur verið um hvaða land vinnur,“ segir María og hlær. Að lokum spurði blaðamaður hvaða land þau telji að muni bera sigur úr býtum í kvöld og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau svöruðu brosandi: „Ísland!“ Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04 Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
„Ítalía er eitt okkar uppáhalds land og þetta var bara ákveðið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara heimsækja uppáhalds landið okkar og fagna með Íslendingum góðu gengi“, segir María aðspurð um af hverju þau ákváðu að skella sér. „Það er gaman að sjá Eurovision“, segir Ragnar og bætir við: „Mér hefur aldrei áður dottið í hug að fara og sjá það, en hef að sjálfsögðu horft á Eurovision eins og allir Íslendingar á hverju ári. Svo reyndist það vera ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning í kringum það. Það er frábært að vera á Ítalíu, frábært að vera í Tórínó, Juventus völlurinn er rétt hjá, góður matur og gott veður, það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.“ En hvað fannst fjölskyldunni skemmtilegast við Eurovision upplifunina? „Stemningin meðal gesta“, segir María og Ragnar bætir við: „Svo kom á óvart hvað þetta var auðvelt, þægilegt og fjölskylduvænt.“ Þau segja upplifunina í alla staði hafa verið virkilega góða og skemmtilega og gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Dætur Ragnars og Maríu skemmtu sér vel á Eurovision síðastliðið þriðjudagskvöld.Aðsend Og haldið þið að þið farið aftur? „Já við erum nú þegar farin að ræða það. Það kemur í ljós hvert við förum um helgina, eftir að tilkynnt hefur verið um hvaða land vinnur,“ segir María og hlær. Að lokum spurði blaðamaður hvaða land þau telji að muni bera sigur úr býtum í kvöld og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau svöruðu brosandi: „Ísland!“
Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04 Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20
Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49
Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04
Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning