„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:28 Einar Þorsteinsson á kjörstað. Vísir/Bebbý Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38
„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu