„Án heppni áttu ekki möguleika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Jürgen Klopp ræddi um úrslitaleik FA-bikarsins sem framundan er. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira