Lífið

Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Það var ótrúlega góð stemning í Eurovision þorpinu í Tórínó í gær.
Það var ótrúlega góð stemning í Eurovision þorpinu í Tórínó í gær. Júrógarðurinn

Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra.

Við tókum púlsinn á bakröddum Systra í Eurovision, sem syngja í litlum klefa baksviðs. Zöe Ruth Erwin og Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson borðuðu með okkur alvöru ítalskan gelato ís, þann besta sem við höfum nokkurn tíman smakkað.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Júrógarðurinn: Pissuðu á sig þegar Ísland komst áfram

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×