Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Jurgen Klopp faðmar hér Ibrahima Konate eftir að Liverpool komst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. AP/Alberto Saiz Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira