Oddvitaáskorunin: Ekki of gömul fyrir símaöt Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 17:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hildur fæddist 11. júní 1986. Foreldrar hennar eru Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum og hundinum Pippó. Hildur er lögfræðingur að mennt en leiddist út í stjórnmáli fyrir fjórum árum þegar hún skipaði annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni. Klippa: Oddvitaáskorun - Hildur Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Esjunni yfir borgina er fallegasti staðurinn í Reykjavík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni svona almennt að láta smáatriði ekki fara í taugarnar á mér. Það væri samt geggjað að geta farið í göngutúr með hundinn án þess að óttast að hann borði sígarettustubba eða glerbrot. Það væri frábært ef það væri almennilega hirt um hverfin og göngustígana - og það er forgangsmál hjá okkur að kippa þessu í liðinn! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Símaöt. Og nei, ég er ekki orðin of gömul í slíkt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Sennilega þegar ég varð rafmagnslaus á bílnum tvo daga í röð á Miklubraut fyrr á árinu. Og sama lögga keyrði framhjá í bæði skiptin. Hann var vonsvikinn. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er frekar nýjungagjörn í þessum málum en upp á síðkastið fæ ég mér ekki pítsu nema að séu döðlur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 30. Var að tjékka. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra því þá leið manni eins og Covid tímanum myndi hreinlega aldrei ljúka. En ég lærði heilmikið, til að mynda misheilsusamlegar uppskriftir af kökum og ofgnótt tik-tok dansa með syni mínum. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á marga uppáhalds tónlistarmenn. En ætli að ég verði ekki að segja Beyonce því það er eiginlega ekki hægt að vera nettari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Við hrekktum einu sinni æskuvin mannsins míns dálítið hressilega. Raunar af mikilli natni og eljusemi og tókum okkur drjúgan tíma í málið. Hann er lögmaður og við hjónin fengum vini og vandamenn til að leika par sem var að skilja og átti í hatrammri deilu um forræði kattarins Lady Cat. Þau vildu fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og það reyndi talsvert á vininn að afstýra fáránlegustu uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Birna Hafstein. Hún er í tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, menntuð leikkona og allt auglýsingaefni með henni í framboðinu hefur verið svokallað one-take. Ég myndi treysta henni til að afgreiða málið fljótt og örugglega. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég missti af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Þetta er erfið spurning. Listinn er mjög langur. En ég horfði reyndar á The Blind Side um daginn og fannst hún svo falleg að ég fór að skæla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég get ekki sagt að ég horfi, en finnst dáldítið leitt að sjá á eftir svona ákveðnum fasta í tilverunni. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja aftur til London, þar sem við fjölskyldan bjuggum og störfuðum. Annars finnst mér æðislegt að búa bara í Reykjavík! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Í tilefni Eurovision-vikunnar segi ég Euphoria með Loreen og All out of luck með Selmu. Ég er samt ekkert sakbitin yfir því. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hildur fæddist 11. júní 1986. Foreldrar hennar eru Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson. Hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum og hundinum Pippó. Hildur er lögfræðingur að mennt en leiddist út í stjórnmáli fyrir fjórum árum þegar hún skipaði annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni. Klippa: Oddvitaáskorun - Hildur Björnsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið af Esjunni yfir borgina er fallegasti staðurinn í Reykjavík. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni svona almennt að láta smáatriði ekki fara í taugarnar á mér. Það væri samt geggjað að geta farið í göngutúr með hundinn án þess að óttast að hann borði sígarettustubba eða glerbrot. Það væri frábært ef það væri almennilega hirt um hverfin og göngustígana - og það er forgangsmál hjá okkur að kippa þessu í liðinn! Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Símaöt. Og nei, ég er ekki orðin of gömul í slíkt. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Sennilega þegar ég varð rafmagnslaus á bílnum tvo daga í röð á Miklubraut fyrr á árinu. Og sama lögga keyrði framhjá í bæði skiptin. Hann var vonsvikinn. Hvað færðu þér á pizzu? Ég er frekar nýjungagjörn í þessum málum en upp á síðkastið fæ ég mér ekki pítsu nema að séu döðlur á henni. Hvaða lag peppar þig mest? Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 30. Var að tjékka. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni á Ítalíu, slaka á, eiga nægan tíma með börnunum og manni og borða góðan mat. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 var verra því þá leið manni eins og Covid tímanum myndi hreinlega aldrei ljúka. En ég lærði heilmikið, til að mynda misheilsusamlegar uppskriftir af kökum og ofgnótt tik-tok dansa með syni mínum. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á marga uppáhalds tónlistarmenn. En ætli að ég verði ekki að segja Beyonce því það er eiginlega ekki hægt að vera nettari. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Við hrekktum einu sinni æskuvin mannsins míns dálítið hressilega. Raunar af mikilli natni og eljusemi og tókum okkur drjúgan tíma í málið. Hann er lögmaður og við hjónin fengum vini og vandamenn til að leika par sem var að skilja og átti í hatrammri deilu um forræði kattarins Lady Cat. Þau vildu fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum og það reyndi talsvert á vininn að afstýra fáránlegustu uppákomum. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Birna Hafstein. Hún er í tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni, menntuð leikkona og allt auglýsingaefni með henni í framboðinu hefur verið svokallað one-take. Ég myndi treysta henni til að afgreiða málið fljótt og örugglega. Hefur þú verið í verbúð? Nei, ég missti af því. Áhrifamesta kvikmyndin? Þetta er erfið spurning. Listinn er mjög langur. En ég horfði reyndar á The Blind Side um daginn og fannst hún svo falleg að ég fór að skæla. Áttu eftir að sakna Nágranna? Ég get ekki sagt að ég horfi, en finnst dáldítið leitt að sjá á eftir svona ákveðnum fasta í tilverunni. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Ég held að ég myndi flytja aftur til London, þar sem við fjölskyldan bjuggum og störfuðum. Annars finnst mér æðislegt að búa bara í Reykjavík! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Í tilefni Eurovision-vikunnar segi ég Euphoria með Loreen og All out of luck með Selmu. Ég er samt ekkert sakbitin yfir því.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira