Tugir flóðaviðvarana eru í gildi víða um Queensland í dag og eru margir til viðbótar tilbúnir til að flýja ef þess gerist þörf. Einn drukknaði í flóði sem skall í norðurhluta fylkisins fyrr í vikunni.
Flóðin eru af völdum mikils óveðurs sem gengið hefur yfir landshlutann en veðrið nálgast nú suðausturströnd Ástralíu þar sem eru fjölmennar borgir á borð við Brisbane. Veðurstofa Ástralíu varar svo við því að enn meira vatnsveður sé í kortunum.
Ástralir ganga til kosninga þann 21. maí næstkomandi og þar eru loftslagsbreytingar á meðal helstu kosningamála.