„Leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 23:17 Brynjar Hlöðversson og félagar í Leikni hafa byrjað tímabilið í Bestu deildinni illa. vísir/vilhelm Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira