Í viðtalinu sagðist söngkonan stefna á Íslandsheimsókn í sumar og keyra um landið.
„Þið eigið bestu náttúru í heimi.“
Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að koma fram á Íslandi svaraði hún játandi. Vladana keppir á seinna undankvöldi Eurovision sem fram fer í kvöld og er hún fimmtánda á svið.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.