Skólamál ofarlega á blaði í Reykjanesbæ Smári Jökull Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. maí 2022 21:30 Oddvitar þeirra sex framboða sem rætt var við í fréttinni. Skjáskot Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna. Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira
Samfylking, Framsóknarflokkur og Bein leið hafa frá 2018 verið í meirihluta í Reykjanesbæ en í minnihluta eru Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Píratar og óháðir. Nýtt framboð er Umbót en það er klofningsframboð úr Miðflokknum og oddviti þess er sá sami og var oddviti Miðflokks í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er Kjartan Már Kjartansson sem var ráðinn á faglegum forsendum árið 2014. Leikskólamál eru ofarlega í huga frambjóðenda flokkanna. „Atvinnulíf verður að vera fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er forsendan. Það verður að vera leikskólapláss fyrir átján mánaða börn og eldri,“ segir Margrét Sanders oddvidi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar og óháðra, sagði alla áherslu flokksins vera á fjölskylduna á börnin. Oddviti Beinnar leiðar vill halda áfram á þeirri leið sem meirihlutinn hefur verið á kjörtímabilinu. „Áframhaldandi ábyrg fjármálastjórn og áframhaldandi uppbygging leik- og grunnskólanna,“ segir Valgerður Björk Pálsdóttir oddviti flokksins. Miðflokkurinn vill sömuleiðis setja málefni barna á oddinn og þá vilja Píratar aukið íbúalýðræði og bindandi kosningar í umdeildum málum. Heilbrigðismálin mikilvæg Þegar rætt er við íbúa Reykjanesbæjar er ljóst að málin sem brenna á þeim eru fjölbreytt. Aukið fé í íþróttir, heilbrigðismál. skólamál og málefni eldri borgara eru meðal þeirra sem nefnd voru. „Eitt af því sem er mikilvægt er að kísilverksmiðjan fari ekki aftur af stað,“ sagði Ægir Karl Ægisson íbúi í bænum. Kísilverksmiðjan í Helguvík hefur staðið ónotað síðan haustið 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar vegna ítrekaðra kvartana íbúa um mengun sem þaðan barst. „Ég vil ekki gleyma heilsugæslunni. Mér er mikið í mun að það sé hlúð vel að henni og það þarf virkilega að taka til höndum,“ segir Nanna Jónsdóttir blómaskreytir.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira