Kári um Haukaeinvígið: „Eins og að vera með erfiðar hægðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2022 15:01 „En svo kom það!“ stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson var yfirlýsingaglaður þegar hann mætti settið hjá Seinni bylgjunni eftir að ÍBV tryggði sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri á Haukum í gær, 34-27. Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Kára gekk betur upp í skotunum í leiknum í gær en í þriðja leiknum sem Haukar unnu. Eyjamaðurinn segir að það hafi verið með ráðum gert. „Það var eins og við vorum búnir að ákveða og plana. Við þurftum að fá annan heimaleik, þetta eru aurar í kassann og við hötum ekki „cash“, sagði Kári léttur. Hann kom líka með áhugaverða samlíkingu þegar hann reyndi að lýsa einvíginu gegn Haukum sem ÍBV vann, 3-1. „Þetta var mjög krefjandi á móti vel skipulögðu og rútíneruðu liði Hauka. Þetta var ógeðslega erfitt. Þetta var eins og að vera með erfiðar hægðir. Þú ert samt inni á salerninu, það er allt rétt, allar aðstæður réttar, með símann að horfa á eitthvað létt en það bara kemur ekki. En svo kom það,“ sagði Kári. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Kára Nokkrir ungir leikmenn hafa gert það gott með ÍBV í vetur og sérstaklega í úrslitakeppninni. Kári er ekki í þeim hópi enda á 38. aldursári. „Var ekki einhver sem sagði vit er betra en strit. Ég er svolítið að vinna mig inn í það,“ sagði Kári. „En það er helvíti gott fyrir starfið hjá okkur að við séum að skila af okkur ungum og efnilegum leikmönnum og sumir þeirra eru bara orðnir góðir. Það er hátt á okkur risið núna en við þurfum að halda einbeitingu.“ Stemmningin í Eyjum er einstök og Kári lagði til að húsið þar yrði bara gert að hinni margumtöluðu þjóðarhöll. „Maður verður hálf óeðlilegur í þessum aðstæðum sem er bara gott. Svo er verið að tala um nýja þjóðarhöll. Takiði bara þakið af þessu, austur- og vesturhliðina, stækkiði draslið og haldiði landsleikina hérna. Þá fáiði fjögur til fimm þúsund á leiki,“ sagði Kári. Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30 Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. 11. maí 2022 14:30
Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. 11. maí 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. 10. maí 2022 21:47