Neitar því að hafa verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2022 07:01 Marcelo Guedes var að eigin sögn ekki rekinn frá Lyon fyrir að leysa vind í klefanum. Vísir/Getty Í gær fóru af stað furðulegar sögur af því að Marcelo Guedes, fyrrum leikmaður franska liðsins Lyon, hafi verið rekinn úr liðinu fyrir að prumpa í klefanum og hlæja að því eftir 3-0 tap liðsins gegn Angers í ágúst á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur hins vegar neitað þessum sögusögnum. Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022 Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Það kom mörgum stuðningsmönnum Lyon á óvart þegar Marcelo var færður niður í varalið félagsins í ágúst á síðasta ári og þeir sömu klóruðu sér í höfðinu yfir því þegar samningi leikmannsins var sagt upp nú í janúar. Það kom svo enn fleirum á óvart þegar franski miðillinn L'Equipe greindi frá því í gær að ástæða brottrekstursins hafi verið vindgangur leikmannsins inni í klefa eftir 3-0 tap Lyon gegn Angers þar sem Marcelo skoraði sjálfsmark. Samkvæmt greinum L'Equipe og fleiri miðla á Marcelo að hafa prumpað inni í klefa eftir leikinn og hlegið að því með liðsfélögum sínum. Þessi gjörningur hans á svo að hafa farið sérstaklega í taugarnar á yfirmanni knattspyrnumála félagsins, Juninho Pernambucano, og í kjölfarið hafi samningi Marcelo verið sagt upp. 🚨 Marcelo was permanently removed from the Lyon squad for farting in the locker room and laughing about it with his teammates.Juninho, who did not like him, decided to take the opportunity to remind him of his poor performances on the pitch and fired him.(Source: L’Equipe) pic.twitter.com/qMtFv7KLNR— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 10, 2022 Eftir að hafa ekki látið heyra í sér á Twitter síðan í október á síðasta ári fann Marcelo sig hins vegar knúinn til að snúa aftur á samfélagsmiðilinn í gær til að neita þessum vægast sagt furðulegu sögum. Thanks to @lequipe, after a long time, I have to come back to @Twitter to deny all the allegations. Journalism nowadays is a joke!— Marcelo Guedes (@MarceloGuedes02) May 10, 2022 „Þökk sé L'Equipe þá þarf ég að snúa aftur á Twitter eftir langa fjarveru til að neita þessum ásökunum. Blaðamennska í dag er algjört grín,“ skrifaði Marcelo á Twitter í gær. Eitthvað hlýtur leikmaðurinn að hafa til síns máls þar sem Juninho svaraði honum og grínaðist með að prump varnarmanna þyrfti að vera hátt, langt og illa lyktandi. Hans hafi hins vegar bara verið hátt. Tá vendo, te disse 😅😅 zagueiro tem q mandar peido alto, longo e fedido 😅😅 o teu só foi alto 😂😂😂😂😂aí tá fraco 😅😅😅 https://t.co/G5fW3nH9FN— Juninho Pernambucano (@Juninhope08) May 10, 2022
Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira