Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2022 21:00 Björk Lárusdóttir er 27 ára. Henni var ekki úthlutað réttu líffræðilegu kyni við fæðingu og hóf kynleiðréttingarferli, sem náði hápunkti með ævintýraferð til Tælands í apríl. Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Árið 2019 var meðaltalsbiðtími þeirra sem farið hafa í kynleiðréttingaraðgerðir á Landspítala 6,6 mánuðir, samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns um málið í febrúar. En svo skall Covid á og nær lamaði starfsemi skurðsviða. 2020 var biðtíminn 14,6 mánuðir og 2021 31,1 mánuður. 26 transkonur bíða nú eftir slíkri aðgerð hér á Landspítala. Síðast var gerð kynleiðréttingaraðgerð á spítalanum í nóvember í fyrra. Alls voru tvær slíkar aðgerðir gerðar allt það ár, 2021. Árið þar á undan, 2020, voru þær þó öllu fleiri - alls níu, samkvæmt tölum frá Landspítala. „Aðgerðirnar hafa aldrei legið niðri meira en þau tímabil í Covid faraldrinum þegar skurðstofustarfsemin var í lágmarki,“ segir í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu. Var í lífshættu Björk Lárusdóttir er 27 ára. Fyrir fáum mánuðum segist hún hafa staðið frammi fyrir þriggja ára bið eftir kynleiðréttingaraðgerð. „Ég var bara í lífshættu. Og ég var bara komin á mjög slæman stað. Ég fór mjög illa með sjálfa mig. Mér var alveg sama um sjálfa mig. Það var lítil sem engin sjálfsvirðing. Þegar þú ert bara föst í einhverjum líkama sem er ekki þinn.“ Milljónaferli Í febrúar komst hún í samband við sjúkrahús í Tælandi og 4. apríl síðastliðinn gekkst hún undir hina langþráðu aðgerð. Lífsbjörg, segir Björk. „Ég fór ógeðslega hratt í gegnum þetta og sumir höfðu áhyggjur af því: Vertu ekki að fara of hratt. Ég ætla ekki að láta neinn segja mér á hvaða hraða ég fer í gegnum þetta. Þetta er mitt líf og ég myndi gera það á sama hraða aftur og jafnvel hraðar.“ Sjúkratryggingar greiða ekki niður aðgerðir í Tælandi. Foreldrar Bjarkar telja að kostnaður við aðgerðina og ferðalagið út hafi hlaupið á fjórðu milljón króna og tóku veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Björk krefst þess að íslenskt heilbrigðiskerfi setji kynleiðréttingaraðgerðir í hærri forgang. „Ég er hamingjusöm og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið,“ segir Björk. „Af hverju er kerfið að ákveða hver ég er? Mér finnst þetta svo rosalega mikil forræðishyggja. Sem þarf að fara að breyta.“ Rætt var ítarlega við Björk og foreldra hennar, sem fylgdu henni til Tælands, í Íslandi í dag að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 í kvöld. Viðtalinu við fjölskylduna verður gerð skil í heild á Vísi í fyrramálið.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira