„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 16:59 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið. Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið.
Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24