Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 15:31 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Keyra þurfti með mann sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum í morgun þar sem ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið samningslausir í á þriðja ár og er sagt sífellt erfiðara að manna vaktir hjá þyrlum gæslunnar af þeim sökum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir stöðuna sem kom upp í dag ekki hluta af kjarabaráttu flugmanna heldur eitthvað sem hafi verið yfirvofandi. „Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi staða kæmi upp, því miður,“ segir hann við Vísi. Í þessum mánuði vilji svo til að flugmenn og flugstjórar séu í þjálfun og aðeins einn flugstjóri sé á vakt. Sá hafi vaknað veikur í morgun en hann hafi verið á vakt frá því á miðvikudag í útköllum og verkefnum fyrir Gæsluna. „Því miður, þá er það bara ömurlegt að staðan sé svona,“ segir Jón Þór. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafi hingað til og ætli héðan í frá að reyna að mæta á allar vaktir, jafnvel þó að þeir séu í fríi. „Menn hafa gert það, komið úr fríum og barneignarleyfum til að manna vaktir,“ segir formaðurinn. Ekki spurning um krónur og aura Ástæðan fyrir því að ekki hefur náðst saman á milli flugmannanna og ríkisins er krafa þess síðarnefnda um að fella niður svonefnda starfsaldurslista sem flugmennirnir líta á sem nauðsynlega til að tryggja flugöryggi, að sögn Jóns Þórs. Listarnir veiti flugstjórum og flugmönnum rétt til að taka ákvarðanir um flugöryggi án þess að eiga á hættu að vinnuveitandi refsi þeim fyrir það. Jón Þór segir flugmenn ekki tilbúna að gefa þann rétt eftir. Listar sem þessar komi meðal annars í veg fyrir að hægt sé að skikka flugmenn til að mæta á vakt líkt og í dag, hvort sem þeir séu veikir eða á frívakt. Jón Þór segir þetta hluta af flugöryggi og óskiljanlegt sé að fjármálaráðuneytið vilji listana feiga. Ábyrgðin á herðum fjármálaráðherra og samninganefndar ríkisins Engar kröfur hafi komið fram um hækkuð laun flugmanna og stjóra. Jón Þór segir þá hafa boðist til að frysta laun sín til 2023 líkt og gert hafi verið á almenna markaðinum. Hann telur skrýtið að fulltrúar ríkisins vilji ekki einu sinni skrifa undir tímabundinn samning. „Einhver ber ábyrgð á þessu. Eins og staðan er í dag er það bara fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins,“ segir hann.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira