Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 17:22 Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft var sérstaklega til aðgerða til að verja stöðu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, eldra fólks, leigjenda og barnafjölskyldna. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðirnar ekki fela mikið meira í sér en einfalda verðbólguleiðréttingu á kjörum þessara hópa. Vísir Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24