Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2022 14:04 Fundurinn fór fram í húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar. Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Almannavarnir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira